Verðlaunagripir USVS

Reglugerð um verðlaunagripi USVS

A. Almennar reglur

  1. Reglugerð þessi skal ná yfir alla verðlaunagripi, farandbikara og eignarbikara, auk verðlaunapeninga.
  2. Farandbikar skal vinnast til eignar þegar sami aðili hefur unnið hann þrisvar sinnum í röð, eða fimm sinnum alls en þegar félag vinnur farandbikar þarf það að vinna hann fimm sinnum í röð eða tíu sinnum alls, nema annað sé tekið fram sérstaklega.Stigabikar vinnst aldrei til eignar.
  3. Að lokinni afhendingu bikars skal stjórn USVS sjá um að letrað verði á hann ártal og handhafi bikarsins í það skipti.
  4. Aðildarfélög USVS eru eindregið hvött til að hafa þessa gripi til sýnis á áberandi stað til kynningar á starfseminni og til hvatningar.Stjórn USVS skal halda skrá yfir alla verðlaunagripi sem í gangi eru hverju sinni, og hverjir eru handhafar þeirra. Eftirfarandi skal skráð:

a. tegund verðlaunagripa
b. fyrir hvað þeir eru veittir
c. nöfn gefenda
d. á hvaða móti eða mótum verðlaunagripirnir vinnast og hvar þeir vinnast
e. nafn vinnanda

5.Stjórn USVS skal sjá til þess að þegar verðlaunagripur er unninn til eignar, að annar gripur komi í stað hans tímanlega fyrir næstu keppni.

6. Handhafar farandbikars ber að varðveita bikarinn, og bæta ef verður fyrir skemmdum eða týnist.

 

B. Bikarar í umferð

 

  1. Bikar fyrir stigahæsta félag í frjálsum íþróttum utanhúss.
  2. Bikarar fyrir íþróttamann og efnilegasta íþróttamann ársins. Einnig skal veittur lítill bikar til eignar þeim sem hljóta tilnefningu hverju sinni.
  3. Allir sem eru tilnefndir til þessara viðurkenningar fá eignarbikar.

C. Reglur um verðlaunapeninga

  1. Verðlaunapeningar skulu veittir þremur efstu mönnum í hverri grein frjálsra íþrótta á mótum USVS, í flokkum 10 ára og eldri..Allir 10 ára og yngri fá þátttökupening.
  2. Verðlaun skulu veitt sigurliðum í hópíþróttum á mótum USVS.
  3. Veitt skal viðurkenningarskjal sem staðfesting á nýju héraðsmeti og skal það afhendast á ársþingi USVS

Breytt á Ársþingi 2019  Hótel Kötlu Vík í Mýrdal