Silfurleikar ÍR

Þann 15. nóvember næstkomandi verða haldnir Silfurleikar ÍR í Laugardalshöllinni í Reykjvík. Silfurleikarnir er frjálsíþróttamót fyrir krakka á aldrinum 11-17 ára og er einnig fjölþraut fyrir 10 ára og yngri. Keppt er í eftirtöldum greinum; 60m, 60m grind, 200m, 600m, 800m, þrístökk, langstökk og hástökk. Keppni hefst kl: 09:00 og er áætlað að hún klárist 17:15. Við hvetjum alla til að taka þátt og hægt er að senda póst á usvs@usvs.is eða hringja í síma 8410199. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ÍRhttp://www.ir.is/Deildir/Frjalsar/FrjalsithrottavidburdirIR/SilfurleikarIR/ . Skráningarfrestur er til 10....
44. ársþing USVS

44. ársþing USVS

44. ársþing USVS fór fram á Hótel Laka á Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 29. mars. Góð mæting var á þingið sem var starfssamt og gott. Þá var tilkynnt um val Íþróttamanns ársins og efnilegasta íþróttamannsins. Íþróttamaður ársins er að þessu sinni Hlynur Guðmyndsson, hestamannafélaginu Sindra. Efnilegasti íþróttamaðurinn er Guðný Árnadóttir, ungmennafélaginu Kötlu. Ný stjórn var kosin á þinginu og í henni sitja: Þorsteinn M. Kristinsson formaður Erla Þórey Ólafsdóttir Pálmi Kristjánsson Ástþór Jón Tryggvason Bergur Sigfússon Varastjórn: Ármann Gíslason Kristín Ásgeirsdóttir Eyrún...