Kynningarfundur á Landsmóti UMFÍ 50+ í Leikskálum

Kynningarfundur á Landsmóti UMFÍ 50+ í Leikskálum

Allir íbúar Mýrdalshrepps og nágrennis,félagar innan vébanda USVS auk allra sem að áhuga hafa fyrir landsmóti 50+ eru velkomnir á kynningarfund í Leikskálum þriðjudaginn 21.maí kl.20. Kynnt verður dagskrá Landsmóts UMFÍ 50+ sem haldið verður dagana     7.-9.júní í Vík. Einnig verður útskýrt hvernig hægt er að taka þátt sem keppandi og sjálfboðaliði, greinarnar kynntar sem og aðrir viðburðir í kringum mótið. Það er mikilvægt að allir íbúar standi saman að því að gera þetta mót hið glæsilegasta í alla staði. Gestir koma alls staðar að af landinu og þurfa þeir á þjónustu að halda alla helgina, verður þetta mikil kynning fyrir svæðið og því mikilvægt að vel takist til. Takið kvöldið frá og verið með okkur í að undirbúa þennan stóra viðburð í okkar sveitarfélagi. Landsmótskveðja, Mýrdalshreppur og...
Skráning hafin á Landsmót 50+ í Vík

Skráning hafin á Landsmót 50+ í Vík

Kæru ungmennafélagar   Nú er búið að opna fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 +. Mikilvægt er að fólk skrái sig sem fyrst til að hægt sé að átta sig á umfangi greina. Góð þátttaka hefur verið í boccia undafarin ár því er mikilvægt að fá skráningar í þá grein sem fyrst. Ef takmarka þarf í greinar komast þeir að sem skrá sig fyrst. Skráning fer fram http://skraning.umfi.is/50plus/ aðrar upplýsingar um mótið er að finna á http://umfi.is/umfi09/50plus/ eða á facebook síðu mótsins (Landsmót UMFÍ 50 +). Ég hlakka til að sjá ykkur sem flest á Landsmóti UMFÍ 50 + í Vík í Mýrdal helgina 7. – 9....
Drög að dagskrá 3. Landsmóts UMFÍ 50+ liggur fyrir

Drög að dagskrá 3. Landsmóts UMFÍ 50+ liggur fyrir

Drög að dagskrá 3. Landsmóts UMFÍ 50+ liggur nú fyrir. Ungmennasamband Vestur – Skaftafellssýslu (USVS) er mótshaldari að Landsmóti UMFÍ 50+ í Vík í góðu samstarfi við Mýrdalshrepp. Aðstaðan í Vík í Mýrdal er nokkuð góð til að halda Landsmót UMFÍ 50+. Íþróttahús er í Vík sem er sambyggt við sundlaugina á staðnum. Góð frjálsíþróttaaðstaða er á staðnum með gerviefni. Sparkvöllur er á staðnum sem og tveir reiðvellir. Glæsilegur 9 holu gorvöllur er í Vík sem einnig verður nýttur fyrir mótið í sumar. Fyrirhugaðar keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup, Boccia, Bidds, Frjálsar íþróttir, Golf, Hestaíþróttir, Hjólreiðar, Leikfimi dans, Línudans, Pútt, Ringó, Skák, Sund, Starfsíþróttir, Hringdansar og Þríþraut. DAGSKRÁ Föstudagur 7. júní Kl. 12:00–19:00 Boccia undankeppni Kl. 20:00–21:00 Mótssetning og skemmtiatriði (opið öllum)   Laugardagur 8. júní Kl. 08:00–08:30 Sundleikfimi, (opið öllum) Kl. 09:00-15:00 Hjólreiðar Kl. 08:00–19:00 Golf Kl. 09:00–11:30 Boccia úrslit (íþróttahús) Kl. 12:00–19.00 Bridds Kl. 11:00–12:00 Zumba (opið öllum) Kl. 12:00–14.00 Sund Kl. 13:00–15:00 Línudans (Íþróttahús) Kl. 13:00–16:00 Hestaíþróttir Kl. 13:00–17:00 Skák Kl. 14:00–15:00 Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum) Kl. 14.00–18:00 Frjálsar íþróttir Kl. 16:00–18:00 Sýningar Kl. 16:00–19:00 Almenningshlaup (opið öllum) Kl. 20:00–21:00 Skemmtidagskrá (opið öllum)   Sunnudagur 9. júní Kl. 08:00–08:30 Sundleikfimi (opið öllum) Kl. 09:30- 12:30 Pútt Kl. 09:00–13.00 Þríþraut Kl. 14:00–15:00 Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum) Kl. 10:00–13:00 Frjálsar íþróttir Kl. 10:00–12:00 Pönnukökubakstur Kl. 10:00–14.00 Ringó íþróttahús Kl. 10:00–14:00 Skák Kl. 14:00–14:30 Mótsslit (opið öllum)   Mynd: Vík í...
Skrifað undir samninga vegna 3. Landsmóts UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal

Skrifað undir samninga vegna 3. Landsmóts UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal

Sl. föstudag voru undirritaðir samningar í Vík Mýrdal vegna 3. Landsmóts UMFÍ 50+ á milli landsmótsnefndar og Mýrdalshrepps og Ungmennafélags Íslands og Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu. Aðstaðan í Vík í Mýrdal er mjög góð til að halda Landsmót UMFÍ 50+. Íþróttahús er í Vík sem er sambyggt við sundlaugina á staðnum. Góð frjálsíþróttaaðstaða er á staðnum með gerviefni sem byggð var fyrir unglingalandsmótið sem þar var haldið 2005. Sparkvöllur er á staðnum sem og tveir reiðvellir. Ennfremur er glæsilegur 9 holu golfvöllur. Keppnisgreinar á mótinu verða: Almenningshlaup, frjálsar íþróttir, boccia, golf, bridds, hestaíþróttir, hjólreiðar, leikfimi dans, línudans, pútt, ringó, skák, sund, starfsíþróttir, hringdansar, sýningar/leikfimi og þríþraut. Mynd: Frá undirritun samningsins í Vík í Mýrdal. Frá vinstri er Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Ragnheiður Högnadóttir formaður...
Námskeið í boccia haldið í Vík í tengslum við Landsmót UMFÍ 50+

Námskeið í boccia haldið í Vík í tengslum við Landsmót UMFÍ 50+

3. Landsmót Ungmennafélags Íslands 50+ verður haldið í Vík í Mýrdal dagana 7.-9. júní í sumar. Aðstæður allar í Vík eru til fyrirmyndar en mikið uppbyggingarstarf fór fram samfara unglingalandsmótinu sem haldið var 2005 í bænum. Byggður var fyrsta flokks frjálsíþróttavöllur en auk hans eru góðar aðstæður í íþróttahúsinu og til keppni í sundi. Ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða afþreying fyrir keppendur og gesti. Einnig verður boðið upp á fræðslu um hollustu og heilbrigðan lífsstíl ásamt fjöldi annarra viðburða. Keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup, boccia, bridds, golf, frjálsar hestaíþróttir, hringdansar, línudans, pútt, ringó, skák, starfsíþróttir, sund, sýningar, þríþraut og hjólreiðar. Allir á aldrinum 50 ára og eldri geta skráð sig til þátttöku.   Haldið var námskeið í boccia í Vík í Mýrdal í gær í tengslum við Landsmótsnefndarfund UMFÍ 50+ sem haldinn var í gærkvöldi. Sigurður Guðmundsson Landsfulltrúi UMFÍ kynnti Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Vík í Mýrdal í sumar fyrir boccia spilurum.   Flemming Jessen, sem sæti á í landsmótsnefnd, fór svo yfir undirstöðuatriðið í boccia og dómgæslu. Mikil ánægja var með námskeiðið og sáust góðir taktar hjá spilurum. Þeir sem vilja fá námskeið til sín í boccia, inni pútti eða öðrum greinum er bent á að hafa samband við Sigurð sigurdur@umfi.is eða í síma...
Gistimöguleikar í nágrenni við Landsmót UMFÍ 50+ í Vík

Gistimöguleikar í nágrenni við Landsmót UMFÍ 50+ í Vík

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Vík í Mýrdal helgina 7. – 9. júní í sumar. Keppt verður í fjölmörgum greinum þessa helgi þar sem gleði mun skína úr hverju andliti. Búast má við fjölmörgum keppendum og gestum þessa helgi því er mikilvægt að panta gistingu sem fyrst. Hér að neðan má sjá þá gistimöguleika sem eru í Vík og nágrenni. Tjaldsvæðið Vík (Í Vík) Tjaldsvæðið í Vík er á besta stað í Vík og þar er að finna flesta þá þjónustu sem ferðalanga getur vantað auk þess sem allir helstu staðir og verslanir í Vík eru í auðveldri göngufjarlægð. Tjaldsvæðið Vík Austurvegi Sími: 487 1345 GPS: 63° 25,167’N 18° 59,710’W Hótel Edda Vík (Í Vík) Hótel Edda Vík er í Vík með 32 herbergi auk 10 herbergja í smáhýsum. Veitingastaður er á hótelinu og örstutt í golfvöllinn og gönguleiðir. Hótel Edda Vík Klettsvegi 1-5 870 Vík Sími: 4444840 GPS: 63° 25,155’N 19° 0,062’W Email: vik@hoteledda.is Vefsíða: http://www.hoteledda.is/hotels/hotel-edda-vik Hótel Lundi (Í Vík) Hótel Lundi er staðsett í Vík og býður upp á gistingu í 22 herbergjum. 12 þeirra eru í nýrri viðbyggingu, nútímaleg og þægileg. Veitingastaður er á Hótel Lunda og þar er opið allt árið. Hótel Lundi Víkurvegi 26 870 Vík Sími: 4871212 GPS: 63° 25,065’N 19° 0,818’W Email: hotellundi@islandia.is Vefsíða: www.hotelpuffin.is Like Vík (Í Vík) Likevík er á suðurvíkurvegi 8a í Vík. Heimagisting þar sem boðið er uppá morgunmat, uppábúin rúm og sameiginlegt baðherbergi. LikeVík 870 Vík Sími: 5518668 GPS: 63° 25,316‘N 19° 0,438‘W Email: likevik@simnet.is Gistiheimillið Ársalir (Í Vík) Gistiheimilið Ársalir var áður bústaður sýslumanns Skaftfellinga. Ársalir bjóða bæði upp á gistingu í uppbúnum rúmum og svefnpokapláss og eru með 6...