Íþróttamaður USVS 2016 Elín Árnadóttir

Íþróttamaður USVS 2016 Elín Árnadóttir

Elín Árnadóttir hefur tekið á síðustu árum tekið miklum framförum í reiðmennsku sinni. Hugur hennar snýr alfarið að hestamennskunni og hefur hún unnið með skóla og á sumrin á stóru hestabúi. Henni hefur gengið verulega vel í keppni á árinu 2016 og var hápunkturinn þegar hún náði inn í B-úrslit á Landsmóti hestamanna í...
Efnilegasti íþróttamaður USVS 2016

Efnilegasti íþróttamaður USVS 2016

Ólöf Sigurlína Einarsdóttir  var valin efnilegasti íþróttamaður ársins 2016 hjá USVS. Hún hefur tekið stórstígum framförum síðasta árið. Ólöf keppti með liði Hófadyns í Meistaradeild æskunnar ásamt 4 öðrum krökkum af Suðurlandi og stóð sig með miklum sóma. Meðfylgjandi er mynd af liðinu og þar er Ólöf önnur frá...
Lið ICEWEAR í Suðurlandsdeildinni í hestaíþróttum 2017

Lið ICEWEAR í Suðurlandsdeildinni í hestaíþróttum 2017

  5  Skaftfellskir knapar tóku þátt í Suðurlandsdeildinni í hestaíþróttum í vetur undir merkjum ICEWEAR sem styrkti þátttöku liðsins í deildinni. Suðurlandsdeildin er ný deild í hestaíþróttum sem hófst í vetur og samanstóð af 4 keppniskvöldum á tveggja vikna fresti í janúar til mars þar sem tólf 5 manna lið blönduð áhugamönnum og atvinnumönnum tóku þátt. Keppt var í fjórgangi, parafimi, tölti og fimmgangi og voru tvenn úrslit í hverri grein annarsvegar fyrir áhugamenn og hinsvegar fyrir atvinnumenn. Liði ICEWEAR gekk með ágætum og skiluðu knapar sér í úrslit í 5 skipti af þessum 8 úrslitum. Deildin var einstaklega vel heppnuð, vel sótt af áhorfendum og þótti liði ICEWEAR einstaklega skemmtilegt að vera þátttakendur í henni, vegna árangursins er liði með öruggt sæti að ári og er þegar farið að leggja grunn að enn metnaðarfullri þátttöku næsta...